4. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. desember 2021 kl. 09:06


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:06
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:06
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:06
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:06
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:06
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:06
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:06
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:06
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:06

Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 10:43. Kristrún Frostadóttir vék af fundi kl. 11:28. Vilhjálmur Árnason tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaðisem og allir gestir nefndarinnar.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2022 Kl. 09:06
Til fundarins komu Gissur Pétursson, Svanhvít Jakobsdóttir, Jóhanna Lind Elíasdóttir, Inga Birna Einarsdóttir, Unnar Örn Unnarsson og Ágúst Þór Sigurðsson frá félagsmálaráðuneytinu. Þau kynntu þau málefnasvið í fjárlagafrumvarpinu sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum um þau.
Kl. 10:37. Marinó Melsted, Bergþór Sigurðsson, Björn H. Björnsson og Gunnar S. Guðmundsson frá Hagstofu Íslands. Gestirnir kynntu hagspá Hagstofu Íslands og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:46
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:47